Lífið

Tinna trónir á toppnum

myndir/365 miðlar
Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri er tekjuhæsta listakonan í hópi leik- og söngkvenna á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hún var með 721 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt blaðinu. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var í öðru sæti með 570 þúsund krónur. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er þriðja í röðinni en hún var með 534 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona var svo fjórða í röðinni með 463 þúsund krónur á mánuði og í fimmta sæti var Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona með 426 þúsund í mánaðarlaun samkvæmt blaðinu.



Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri 721.000.-

Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona 570.000.-

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona 534.000.-

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona 463.000.-

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona 426.000.-

Sigríður Beinteinsdóttir 371.000.-

Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) söngkona 357.000.-

Nína Dögg Filippusdóttir lekkona 327.000.-

Ragnhildur Gísladóttir söngkona 307.000.-

Helga Braga Jónsdóttir leikkonan 294.000.-

Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona 244.000.-

María Ellingsen leikkona 209.000.-

Ragnheiður Gröndal söngkona 156.000.-

Selma Björnsdóttir leikkona 154.000.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×