Sport

NFL-leikmaður setti allt í uppnám á hóteli

Dion Lewis, hlaupari Philadelphia Eagles í NFL-deildinni, var handtekinn um helgina eftir að hafa sett brunakerfið á hóteli í gang.

Lewis og bróður hans tókst að læsa sig út af hótelherbergi sínu í Albany og einhverra hluta vegna ákváðu þeir að að setja brunavarnarkerfið í gang er þeir voru fram á gangi.

Lewis hefur beðið nánast alla í Bandaríkjunum afsökunar í langri afsökunarbeiðni sem Eagles sendi frá sér.

Strákurinn er ungur að árum og var valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar í fyrra.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×