Innlent

Rúta með eldri borgurum hafnaði utan vegar

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Rúta með 50 eldri borgurum fór út af þjóðvegi 1 við Másvatn, leiðina á milli Lauga og Mývatns, um fimm leytið í dag. Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu um umferðaróhappið skömmu síðar.

Ekki urðu slys á fólki samkvæmt tilkynningu frá lögreglu og því engir sjúkrabílar kallaðir á vettvang. Aftur á móti var björgunarsveit Landsbjargar frá Mývatni send á vettvang til þess að aðstoða lögreglu.

Farþegunum er nokkuð brugðið en óslasaðir eins og fram hefur komið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×