Sport

Kepptu í sjósundi í Tyrklandi

Íslensku keppendurnir.
Íslensku keppendurnir.
Um helgina hófst nýr kafli í sundíþróttinni á Íslandi er Ísland átti í fyrsta skipti sundmenn á Evrópumeistaramóti unglinga í Víðavatnssundi sem fram fór í Koceli í Tyrklandi.

Bára Kristín Björgvinsdóttir reið á vaðið í gær og synti 7.5 km á tímanum 1 klst, 51 mínútum og 9 sekúndum sem er nýtt íslandsmet, Bára synti í flokki 17-18.ára.

Hafþór Sigurðsson synti á tímanum 1 klst, 9.min og 23 sek sem er nýtt íslandmet og Lilja Benediktsdóttir syntu einnig 5 km á tímanum 1.17.32 en þau syntu í flokki 15-1.ára.

Sjórinn var mun heitari en hér á landi, hann mældist 27 gráður og lofhiti var 33 gráður. Þau syntu innan um marglyttur og í dag kíkti höfrungur á þau meðan þau syntu í sjónum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×