Íslenski boltinn

Glódís Perla valin í A-landsliðshópinn

Hjörtur Hjartarson skrifar
Sandra María Jessen er bæði í A landsliðhópnum og 23 hópnum
Sandra María Jessen er bæði í A landsliðhópnum og 23 hópnum
Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður úr Stjörnunni er eini nýliðinn í landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem tilkynntur var á blaðamannafundi í dag. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum í æfingaleik ytra 4.ágúst næstkomandi.

Daginn eftir mun U-23 ára liðið einnig mæta Skotum og var hópurinn fyrir þann leik einnig opinberaður á fundinum. Áðurnefnd Glódís mun einnig taka þátt í þeim leik, sem og Sandra María Jessen en þær voru valdar í báða hópana.

Margrét Lára Viðarsdóttir verður ekki með í landsleiknum gegn Skotum en hún hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin misseri.

Tveir aðrir leikmenn úr 23 ára liðinu munu bætast í A-hópinn og verður tilkynnt um það síðar.

A-hópurinn

Þóra B. Helgadóttir    Ldb Malmö

Guðbjörg Gunnarsdóttir    Djurgarden

Katrín Jónsdóttir    Djurgarden

Sif Atladóttir    Kristianstad

Hallbera Guðný Gísladóttir    Pitea

Rakel Hönnudóttir    Breiðablik

Sara Björk Gunnarsdóttir    Ldb Malmö

Edda Garðarsdóttir    Örebro

Katrín Ómarsdóttir    Kristianstad

Dóra María Lárusdóttir    Valur

Fanndís Friðriksdóttir    Breiðablik

Hólmfríður Magnúsdóttir    Avaldsnes

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir    Stjarnan

Sandra María Jessen    Þór/KA

Glódís Perla Viggósdóttir    Stjarnan

Kristín Ýr Bjarnadóttir    Avaldsnes

U23-hópurinn

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir    ÍBV

Íris Dögg Gunnarsdóttir    Fylkir

Elísa Viðarsdóttir    ÍBV

Mist Edvardsdóttir    Valur

Anna Björk Kristjánsdóttir    Stjarnan

Hlín Gunnlaugsdóttir    Breiðablik

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir    Breiðablik

Sigrún Ella Einarsdóttir    FH

Dagný Brynjarsdóttir    Valur

Arna Sif Ásgrímsdóttir    Þór/KA

Kristín Erna Sigurlásdóttir    ÍBV

Katrín Gylfadóttir    Valur

Elín Metta Jensen    Valur

Thelma Björk Einarsdóttir    Valur

Katrín Ásbjörnsdóttir    Þór/KA

Lára Kristín Pedersen   Afturelding




Fleiri fréttir

Sjá meira


×