Sport

Loksins breskur sigur á Wimbledon

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonathan Marray tekur við bikarnum í kvöld.
Jonathan Marray tekur við bikarnum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Jonathan Marray varð í dag fyrsti Bretinn í 76 ár til að vinna sigur í tvíliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis.

Marray keppti ásamt Dananaum Frederik Nielsen en þeir félagar höfðu betur í langri viðureign gegn Robert Lindstedt og Horia Tecau, 4-6, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-3.

Patrick Hughes og Raymond Tuckey unnu síðast breskan sigur í tvíliðaleiknum á Wimbledon árið 1936. Þetta sama ár sigraði Fred Perry í einliðaleik karla en breskur tenniskappi hefur ekki sigrað í einliðaleik síðan þá.

Andy Murray getur þó breytt því á morgun þegar hann mætir Roger Federer í úrslitaleik. Viðureigninni er beðið með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi.

Marray og Nielsen fengu svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og því kom árangurinn mjög á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×