Sport

Heimsþekkt skíðastjarna kemur út úr skápnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anja Pärsson.
Anja Pärsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Anja Pärsson, fyrrum heimsmeistari og Ólympíumeistari á skíðum, kom út úr skápnum í sænskum útvarpsþætti um helgina og að auki tilkynnti Pärsson það að hún ætti von á barni með kærustu sinni.

Hin sænska Pärsson er 31 árs gömul og nýbúin að leggja skíðin á hilluna. Hún hefur unnið tvo Heimsmeistaratitla í samanlögðu (7 í öllu), eitt Ólympíugull (6 verðlaun á ÓL) og 42 mót í Heimsbikarnum á glæsilegum ferli sínum.

„Ég er orðin leið á því að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki. Ég skulda bæði mér og Filippu að segja frá þessu," sagði Anja Pärsson en hún er búin að vera með Filippu sinni í sjö ár.

„Ég veit hvað ég fer að gera í framtíðinni því ég er að verða mamma," bætti Pärsson við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×