Sport

Var skipt í annað lið í miðri giftingunni sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Staal.
Jordan Staal. Mynd/AFP
Íshokkíleikmaðurinn Jordan Staal mun örugglega ekki gleyma 22.júní 2012 eins lengi og hann lifir. Það er ekki nóg með að þetta hafi verið giftingardagurinn hans þá var honum skipt í annað NHL-lið í miðri giftingunni sinni.

Heather Staal sagði já við Jordan Staal í brúðkaupinu en hann sjálfur hafði daginn áður sagt nei við nýjum 10 ára og 60 milljón dollara samningi við Pittsburgh Penguins. Pittsburgh ákvað því að skipta honum til Carolina Hurricanes er þar spilar einmitt eldri bróðir hans Eric Staal.

Það sem er þó athyglisverðast er að Jordan Staal frétti af skiptunum í miðri giftingunni og í hana voru mættir margir af verðandi fyrrum liðsfélögum hans í Pittsburgh Penguins þar sem þessi 23 ára leikmaður hefur spilað í sex tímabil.

Umboðsmaður Jordan Staal kom til hans í miðri giftingarveislunni og lét hann vita af því að hann væri kominn í nýtt félag. Staal átti eitt ár eftir af samningi sínum við Pittsburgh Penguins en allt bendir til þess að hann skrifi undir nýjan samning við Carolina Hurricanes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×