Sport

Hulda bætti Íslandsmetið í kúluvarpi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hulda fagnar metinu í Hollandi.
Hulda fagnar metinu í Hollandi. Mynd / Jón Björn Ólafsson
Hulda Sigurjónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F20 á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Stadskanaal í Hollandi. Hulda kastaði kúlunni 9,04 metra og bætti eigið Íslandsmet um fjóra sentimetra.

Hulda setti fyrra Íslandsmet sitt á Íslandsmótinu fyrr í mánuðinum og er greinilega í hörkuformi. Þrátt fyrir allt dugði kastið ekki til þess að komast í úrslit. Hulda hafnaði í 10. sæti.

Svitlana Kudelya frá Úkraínu kastaði lengst eða 12.60 metra. Heimsmethafinn Ewa Durska frá Póllandi var nokkuð frá sínu besta en hún kastaði lengst 12.16 metra. Heimsmetið í flokki F20 er 14.33 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×