Sport

45 ára bið Kónganna á enda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brown lyftir bikarnum í Staples-höllinni í nótt.
Brown lyftir bikarnum í Staples-höllinni í nótt. Nordicphotos/Getty
Los Angeles Kings tryggði sér í nótt Stanley-bikarinn í íshokkí eftir 6-1 sigur á New Jersey Devils í sjötta leik liðanna í Los Angeles í nótt.

Um er að ræða fyrsta sigur Kónganna frá stofnun félagsins árið 1967. Liðið komst í 3-0 í einvíginu gegn Djöflunum sem settu svo allt í uppnám með tveimur sigrum í röð.

Í nótt var hins vegar aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Kóngarnir nýttu sér brottvísun í liði Djöflanna í fyrsta leikhluta og skoruðu þrívegis. Liðið komst í 4-0 og Jonathan Quick, markvörður Kings, lokaði í kjölfarið markinu.

Quick var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar og fyrirliðinn Dustin Brown lyfti bikarnum nýþunga í leikslok.

Sigurganga Kónganna í úrslitakeppninni var lyginni líkust. Liðið var með lakastan árangur liðanna í vesturdeildinni og ekki líklegt til afreka. Vancouver Vancucks, St. Louis Blues og Phoenix Coyotes, sem voru með bestan árangur í deildinni, lágu öll í valnum áður en kom að einvíginu gegn Djöflunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×