Innlent

Dóttir Þóru þyngst um kíló í kosningabaráttunni

Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir.
„Hún er fjögurra vikna í dag og það hefur gengið ótrúlega vel," sagði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi, þegar hún var spurð í Reykjavík síðdegis í dag hvernig það gengi að standa í kosningabaráttu með kornabarn í fanginu.

„Hún er á brjósti og hefur ekkert lést, heldur þyngst um kíló, sem er tvöfalt á við venjulegt barn," sagði Þóra. „Hér er bara rjómi," bætti hún við og átti þá líklega við að mjólkin væri heldur fiturík.

Hún sagði ennfremur að stress hefði ekki haft mikil áhrif á fyrstu vikur stúlkunnar, sjálf sagðist Þóra stressa sig lítið á hamaganginum í kringum kosningarnar, „bara að vakna á morgnanna og sjá þetta litla andlit gerir það að verkum að maður fer brosandi inn í daginn."

Hlustendum gáfust einnig tækifæri til þess að spyrja Þóru spjörunum úr í þættinum. Þannig kom í ljós að Þóra er ekki skráð í þjóðkirkjuna. Hún sagðist hafa skráð sig úr henni þegar hún var átján ára gömul og af persónulegum ástæðum. Forsetinn er verndari þjóðkirkjunnar og sagði Þóra að hún liti svo á að stofnunin væri gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið og hlakkaði til þess að byrja að vinna með nýkjörnum biskup.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Þóru hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×