Sport

Júlían mættur til keppni á Evrópumeistarmót unglinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Aðsend
Einn efnilegasti kraftlyftingamaður landsins um þessar mundir, hinn 19 ára gamli Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni, er mættur til leiks á Evrópumeistaramót unglinga í Herning í Danmörku.

Síðasta sumar vann Júlían til silfurverðlauna á Evrópumeistaramóti drengja en nú keppir hann í unglingaflokki. Júlían hefur æft af kappi undir stjórn landsliðsþjálfarans Grétars Hrafnssonar sem hefur mikla trú á honum.

Í ágúst keppir Júlían á heimsmeistarmóti unglinga í Varsjá í Póllandi og því verður sumarið meira og minna undirlagt æfingum.

„Ég er í námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það gengur ágætlega þrátt fyrir að ég verji drjúgum tíma dagsins á æfingum. Það er ekki mikið um eyður í stundaskránni minni," segir Júlían sem æfir undir handleiðslu landsliðsþjálfarans Grétars Hrafnssonar.

„Ég byrja alla morgna kl. sjö í æfingasalnum og fer svo í skólann kl. 10.00. Ég æfi svo aftur seinni partinn og eitthvað fram á kvöldið," segir Júlían.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×