Sport

Eygló komst ekki í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir komst ekki í úrslit í 200 m baksundi á EM í Ungverjalandi. Hún var rúmum þremur sekúndum frá Íslandsmeti sínu.

Ljóst er að Eygló á meira inni en hún sýndi í dag þar sem Íslandsmet hennar, sem hún setti í síðasta mánuði, hefði dugað í fjórða sætið í undanúrslitunum.

Eygló synti á 2:13,92 mínútum sem er aðeins lakari tími en í undanrásunum í morgun. Íslandsmet hennar er 2:10,38.

Eygló er eini íslenski sundmaðurinn sem hefur tryggt sér öruggan þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hún með áðurnefndu Íslandsmeti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×