Sport

Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet og komst í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í morgun Íslandsmetið í 100 m bringusundi á EM í Debrecen í Ungverjalandi. Hún átti gamla metið sjálf.

Hrafnhildur synti á 1:09,66 mínútum og bætti gamla metið um sextán hundraðshluta úr sekúndu. Gamla metið setti hún á HM í Sjanghæ í fyrra.

Hún varð í 11. sæti í undanrásunum og komst því í undanúrslitin sem fara fram síðdegis.

Hrafnhildi vantar tæpa sekúndu til viðbótar til að ná OQT-lágmarki fyrir Ólympíuleikana en hún var þegar búin að ná OST-lágmarki.

Erla Dögg Haraldsdóttir synti einnig í undanrásunum í morgun og kom í mark á 1:11,94 sekúndum. Hún náði ekki að bæta sinn besta árangur og hafnaði í 35. sæti af 49 keppendum.

Undanúrslitin í 100 m bringusundi kvenna hefjast klukkan 15:33 í dag en keppnin er í beinni útsendingu á Eurosport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×