Sport

Systurnar komust ekki áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk faðmar hér eldri systur sína, Jóhönnu Gerðu.
Eygló Ósk faðmar hér eldri systur sína, Jóhönnu Gerðu. Mynd/Valli
Systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur kepptu báðar í 100 m baksundi á EM í Ungverjalandi í morgun. Hvorug komst þó áfram í undanúrslitin.

Eygló Ósk synti á 1:03,30 mínútum sem er rúmri sekúndu frá Íslandsmetinu hennar í greininni. Það setti hún á ÍM50 í síðasta mánuði. Tíminn dugði henni í 21. sæti en sextán efstu komast áfram í undanúrslitin.

Jóhanna Gerða synti á 1:05,38 og hafnaði í 37. sæti af 45 keppendum. Miðað við skráðan tíma í greininni bætti hún sig um tæpar fimm sekúndur.

Jóhanna Gerða synti einnig í 200 m fjórsundi í morgun og kom í mark á 2:21,88 mínútum. Hún endaði í 23. sæti af 24 keppendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×