Sport

Sigrún Brá langt frá sínu besta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Sigrún Brá Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í 800 m skriðsundi á EM í 50 m laug í Debrecen í Ungverjalandi í morgun. Hún hafnaði í fjórtánda sæti af fimmtán keppendum og komst því ekki í úrslitasundið.

Hún synti vegalengdina á 9:16,50 sekúndum sem er rúmum 20 sekúndum frá Íslandsmeti hennar sem hún setti í Columbus í Ohio fyrr á þessu ári.

Hún hefði þurft að bæta Íslandsmetið sitt um tvær sekúndur til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana í sumar.

Sigrún Brá keppir einnig í 400 m skriðsundi á sunnudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×