Sport

Eygló endaði í 22. sæti í 200 metra skriðsundi á EM

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Valli
Þrjár íslenskar sundkonur kepptu í 200 metra skriðsundi í morgun á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi. Eygló Gústafsdóttir synti á 2.03,31 sem er rétt við Íslandsmet hennar sem er 2.03,08 mín. Eygló endaði í 22. sæti af alls 41 keppendum sem luku keppni.

Eva Hannesdóttir synti á 2.03,58 mín og bætti hún árangurinn sinn töluvert en besti tími hennar í greininni var 2.04,18 mín. Eva endaði í 26. sæti. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir var skráð til leiks í þessu sundi en hún tók ekki þátt.

Federica Pellegrini frá Ítalínu náði besta tímanum í undanrásum en hún synti á 1.59,07 mín.

Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir síðdegis í úrslitum í 200 metra bringusundi en hún náði 11. besta tímanum í undanrásunum í gær. Hún synti á tímanum 2:28,99 mínútur en Íslandsmet hennar er 2:28,87 mínútur sett á Indy Grand Prix móti í Bandaríkjunum í mars síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×