Sport

Hrafnhildur í 5. sæti í 200 metra bringu á EM - setti Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet og náði fimmta sætinu í 200m bringusundi kvenna á EM50 í Ungverjalandi þegar hún synti á 2:27,92 mínútum í úrslitasundinu. Hrafnhildur bætti sitt eigið Íslandsmet frá í síðasta mánuði.

Hrafnhildur bætti Íslandsmetið um sekúndu en náði samt ekki Ólympíulágmarkinu sem er 2:26,89 mínútur. Hrafnhildur mun keppa í þessari grein á Mare Nostrum mótaröðinni sem hefst í næstu viku og á því enn möguleika á því að tryggja sér farseðil til London.

„Ég er mjög ánægð með þetta en þegar ég kom í bakkann þá hugsaði ég með mér: Bara ef að ég hefði klárað aðeins betur því þá hefði ég kannski komst á pall," sagði Hrafnhildur í viðtali en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×