Sport

Helga Margrét fjarri sínu besta og lauk ekki keppni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helga Margrét ásamt Agne Bergvall, þjálfara sínum.
Helga Margrét ásamt Agne Bergvall, þjálfara sínum. Mynd / Fésbókarsíða Helgu Margrétar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, fjölþrautarkona úr Ármanni, lauk ekki ekki keppni í sjöþraut á móti í Lerum í Svíþjóð í dag.

Helga Margrét hóf daginn á því að stökkva 5.44 metra í langstökki og kasta spjótinu 46.90 metra. Besti árangur hennar í þessum greinum erum 5.92 metrar og 50.84 metrar.

Eftir frekar slakt gengi í gær var ljóst að möguleiki á bætingu eða lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið eða Ólympíuleikana var úr sögunni.

Helga ákvað því í samráði við þjálfara sinn, Agne Bergvall, að sleppa lokagreininni sem er 800 metra hlaup.

Helga Margrét keppir næst í sjöþraut í Kladno í Tékklandi þar sem hún Íslandsmet sitt fyrir þremur árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×