Sport

Hundur Tebow heitir núna Bronx

Frægðarstjarna Tim Tebow í Bandaríkjunum skín enn mjög skært og hann er afar vinsælt umfjöllunarefni allra miðla. Nú ætlar afþreyingarstöðin E! að gera sérstakan þátt um leikstjórnandann sem spilar með NY Jets.

Þátturinn er reyndar gerður í óþökk Tebow en leikmaðurinn hefur samt ekki áhyggjur af því að þátturinn verði eitthvað neikvæður.

Tebow hefur svo gert sitt til þess að slá í gegn í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars endurskírt hundinn sinn. Sá hét Bronco er Tebow lék með Denver en hundurinn heitir núna Bronx.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×