Sport

Norðurlandamótið í boccia hafið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norðurlandamót fatlaðra í boccia var sett í Laugardalshöll í morgun. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra, bauð gesti velkomna og þá tók Ólafur Rafnsson forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til máls.

Eva Einarsdóttir frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar setti leikana sem standa yfir í dag og á morgun.

Keppni í dag stendur til kl. 18:00 og eru allir velkomnir í Laugardalshöll að fylgjast með fremstu boccia-spilurum Norðurlanda leiða saman hesta sína.


Tengdar fréttir

Biðin loks á enda

Bestu boccia-spilarar landsins verða á meðal þátttakenda á Norðurlandamótinu sem fer fram í Laugardalshöll um helgina. Mótið fer fram á tveggja ára fresti en íslensku keppendurnir komust ekki á mótið í Danmörku 2010 vegna öskufalls úr gosinu í Eyjafjallajökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×