Sport

Jacky Pellerin ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í sundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jacky Pellerin ásamt Jakobi Jóhanni.
Jacky Pellerin ásamt Jakobi Jóhanni.
Sundsamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á Jacky Pellerin sem landsliðsþjálfara Íslands í sundi. Frakkinn mun hafa umsjón með landsliðum Íslands næstu fjögur árin.

Pellerin þekkir ágætlega til íslensks sundfólks en hann hefur meðal annars þjálfað sundkappann Jakob Jóhann Sveinsson.

Fyrsta verkefni Pellerin verður Evrópumeistaramótið í 50 metra laug sem fram fer í Debrecen í Ungverjalandi í vikunni. Mótið hefst á mánudaginn og lýkur á sunnudaginn eftir viku.

Þar reyna íslenskir sundkappar að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í London í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×