Sport

Michael Phelps hættir eftir Ólympíuleikana í London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Phelps með gullin sín frá Peking.
Michael Phelps með gullin sín frá Peking. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps hefur gefið það út að hann ætli að hætta eftir Ólympíuleikana í London í sumar. Phelps sagði þetta í viðtali við sjónvarpsfréttaþáttinn heimsþekkta "60 Minutes".

Michael Phelps vann átta gull á síðustu leikum í Peking og er eini íþróttamaðurinn sem hefur unnið fjórtán gullverðlaun á Ólympíuleikum en hann vann sex gull og tvö brons í Aþenu fjórum árum fyrr.

„Ég vil sjá hvernig heimurinn lítur út. Ég hef komið út um allan heim en aðeins í tengslum við keppni og æfingar. Nú vil ég fara að gera það sem mig langar til," sagði Michael Phelps sem verður nýorðinn 27 ára gamall þegar leikarnir hefjast í London í ágúst.

Michael Phelps hefur ekki ákveðið í hversu mörgum greinum hann keppir í London en fáir búast við því að hann leggi það á sig að keppa í átta greinum eins og í Peking fyrir fjórum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×