Innlent

Kjartan Gunnarsson: Dómurinn alveg út í hött

Boði Logason skrifar
Kjartan Gunnarsson var í viðtali við Þorbjörn Þórðarson stuttu eftir dóminn.
Kjartan Gunnarsson var í viðtali við Þorbjörn Þórðarson stuttu eftir dóminn. mynd/stöð 2
„Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég harma þessa niðurstöðu. Ég tel að fella dóm yfir Geir H. Haarde og þó honum sé ekki dæmd refsing; það er alveg út í hött," segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og vinur Geirs.

Hann segir að dómurinn hafi fallið í þá gildru að fella einskonar sýndardóm. „Og láta undan áliti þeirra sem telja að ákæra ætti Geir Haarde. Þeir sem þekkja eitthvað til í stjórnsýslunnar í landinu, í næstum því 100 ár, vita að þetta er mjög óeðlilegur dómur," segir hann. Geir var dæmdur fyrir þann ákærulið sem snýr að því að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Kjartan segir að það sé gert á miklu fleiri stöðum en endilega á ríkisstjórnarfundum.

Þá nefnir hann að upplýsingaflæðið á þessum tíma, fyrir efnahagshrunið, hafi verið sérstakt. „Það voru engar venjulegar aðstæður þá. Það þurftu allir að gæta sig mjög á því hvað þeir segðu."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×