Innlent

Skoða nýja tökustaði fyrir Game of Thrones í maí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstandendur Game of Thrones þáttanna eru væntanlegir til landsins í maí til þess að skoða mögulega tökustaði fyrir þriðju seríu þáttanna. Þetta staðfestir Snorri Þórisson, hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Pegasus, í samtali við Vísi. Farið verður víða um landið til að skoða mögulega tökustaði, meðal annars á Norðurland. Snorri vill þó ekki segja neitt nánar um málið þangað til að ákvarðanir verða teknar. „Það er best að hafa sem fæst orð um það á meðan ekki er búið að ákveða neitt," segir Snorri.

Á sunnudag munu Bandaríkjamenn fá að sjá fyrsta þáttinn þar sem Ísland kemur við sögu í seríu tvö. Hann verður svo á dagskrá Stöðvar 2 daginn eftir. Snorri segist vera farinn að hlakka til að sjá efnið. „Það verður gaman að sjá þetta," segir Snorri sem líst vel á þættina sem hingað til hafa verið sýndir. „Þetta eru gífurlega flottir þættir," segir hann. Hann segir að upptökurnar hér á landi hafi gengið mjög vel. „Veðrið lék við okkur. Við fengum vont veður þegar það átti að vera vont og gott veður þegar það átti að vera gott. Þannig að þetta gekk allt upp," segir hann.

Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" er hægt að sjá umfjöllun um tökur á Game of Thrones frá því á síðasta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×