Sport

Stuðningsmenn Yankees bauluðu á Tebow og Wade

Tebow og Wade á leiknum í nótt.
Tebow og Wade á leiknum í nótt.
Þó svo Tim Tebow sé heimsfræg stjarna og kominn til New York á hann enn nokkuð í land með afla sér vinsælda í stórborginni. Það fékk hann að reyna í nótt.

Tebow skellti sér þá á leik með hafnaboltaliðinu NY Yankees. Þegar hann síðan birtist á risaskjá vallarins bauluðu flestir á hann þó svo hann væri með Yankees-húfu.

Með Tebow á leiknum var körfuboltakappinn Dwyane Wade og það var einnig baulað á hann. Áhorfendur hættu þó að baula og klöppuðu er hann veifaði Yankees-húfunni sinni.

Tebow mun spila með NY Jets í NFL næsta vetur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×