Sport

Mestu vonbrigði NFL-deildarinnar frá upphafi á leið í fangelsi

Leaf náði sér aldrei á strik í NFL-deildinni.
Leaf náði sér aldrei á strik í NFL-deildinni.
Þegar leikstjórnandinn Ryan Leaf var valinn annar í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 1998 á eftir Peyton Manning voru flestir á því að glæst framtíð bíði leikmannsins. Sú varð heldur betur ekki raunin og Leaf er almennt talinn vera mestu vonbrigðin í sögu NFL-deildarinnar.

Leaf er í verulega vondum málum í dag eftir að hann var handtekinn fyrir innbrot sem og að vera með fíkniefni í fórum sínum.

Verði hann dæmdur sekur á hann yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi.

Lukkan hefur ekki leikið við Leaf í lífinu en hann var einnig handtekinn árið 2009 og er á skilorði. Þess utan fékk hann heilaæxli fyrr á árinu. Hann náði sér aldrei á neitt flug í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×