Lífið

Hönnunarveisla í Bláa lóninu

myndir/Lífið
Glæsileg hönnunarsýning Sub-zero Couture fer fram í Bláa lóninu á föstudagskvöld. Þetta er ein stærsta og veglegasta hönnunarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mun mæta og fjalla um viðburðinn.

Fyrirtækið 66°NORÐUR stendur fyrir sýningunni í samvinnu við HönnunarMars, Iceland Naturally, Bláa lónið, Icelandair og Reyka Vodka.

Sýningin fer fram utandyra og hefst kl. 19.00. Þekktir íslenskir hönnuðir koma fram á sýningunni með fylgihluti en þeir eruMagni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir, eigendur og hönnuðir Kron kron, Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir hönnuðir frá Vík Prjónsdóttur, Bergþóra Guðnadóttirog Jóel Pálsson frá Farmers Market, Olga Hrafnsdóttir og Elísabet Jónsdóttir frá Volki, Jan Davidsson og Sæunn Huld Þórðardóttir frá 66°NORÐUR.

Auk þess koma fram hönnuðirnir Mundiog Helga Sólrún Sigurbjörnsdóttir. DJ Margeir og Daníel Ágúst munu sjá um tónlistina sem mun undirstrika íslenska hönnun í stórbrotnu íslensku umhverfi.

Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í beinni útsendingu á vefsíðunni Liveproject.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×