Sport

Anton Sveinn McKee með tvö Íslandsmet í sama sundinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Mynd/Anton
Ægir-ingurinn Anton Sveinn McKee setti tvö Íslandsmet í sama sundinu á Spænska meistaramótinu í dag. Anton Sveinn var duglegur að setja met í stuttu lauginni fyrr í vetur og er nú byrjaður að setja met í 50 metra lauginni.

Anton Sveinn sló eigið met í 1500 metra skriðsundi á tímanum 15:30,32 mínútum og bætti í leiðinni sitt eigið met í 800 metra skriðsundi. Það gerði hann með því að ná millitímanum 8:10,34 mínútum í 1500 metra sundinu.

Anton Sveinn varð í 2. sæti í sundinu.

Jakob Jóhann Sveinsson sigraði í 100 m bringusundi á tímanum 1:02,47.

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 4. sæti í 50 m baksundi á 30,02 sekúndum.

Spænska meistaramótið fer fram á Malaga og stendur yfir fram á sunnudag.

Anton Sveinn McKee með tvö Íslandsmet í sama sundinu

Ægir-ingurinn Anton Sveinn McKee setti tvö Íslandsmet í sama sundinu á Spænska meistaramótinu í dag. Anton Sveinn var duglegur að setja met í stuttu lauginni fyrr í vetur og er nú byrjaður að setja met í 50 metra lauginni.

Anton Sveinn sló eigið met í 1500 metra skriðsundi á tímanum 15:30,32 mínútum og bætti í leiðinni sitt eigið met í 800 metra skriðsundi. Það gerði hann með því að ná millitímanum 8:10,34 mínútum í 1500 metra sundinu.

Anton Sveinn varð í 2. sæti í sundinu.

Jakob Jóhann Sveinsson sigraði í 100 m bringusundi á tímanum 1:02,47.

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 4. sæti í 50 m baksundi á 30,02 sekúndum.

Spænska meistaramótið fer fram á Malaga og stendur yfir fram á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×