Sport

Þrír leikmenn Broncos í bann fyrir notkun ólöglegra lyfja

Broncos verður án sterkra leikmanna í upphafi tímabilsins.
Broncos verður án sterkra leikmanna í upphafi tímabilsins.
Þrír leikmenn NFL-liðsins Denver Broncos hafa verið dæmdir í löng leikbönn fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ryan McBean og D.J. Williams hafa verið dæmdir í sex leikja bann og og Virgil Green fékk fjögurra leikja bann. Þeir fá þess utan ekkert greitt er þeir verða í banninu.

Þeir mega samt æfa með liðinu og taka þátt í æfingaleikjum.

Williams er æfur yfir banninu sem hann segir vera rugl. Hann hefur hótað því að fara í skaðabótamál við NFL-deildina. NFL hélt því fram að þvagsýnið sem hann sendi inn hefði ekki verið úr manneskju.

Williams segir að það hafi verið fylgst með sér er hann gaf þvagsýnið og því sé það algjörlega ómögulegt að það sé ekki úr manni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×