Sport

Stuðningsmenn Miami vilja fá Manning

Auglýsingaskiltið góða en þar er Manning kominn í búning Miami.
Auglýsingaskiltið góða en þar er Manning kominn í búning Miami.
Stuðningsmenn NFL-liðsins Miami Dolphins hafa fengið sig fullsadda á lélegu gengi liðsins og hafa tekið höndum saman um að fá einn besta leikmann í sögu íþróttarinnar - Peyton Manning - til félagsins.

Allt frá því Dan Marino hætti að spila með Dolphins árið 1999 hefur félagið fengið til liðs við sig leikstjórnendur sem engan veginn hafa staðið undir væntingum.

Til að bæta gráu ofan á svart þá var félagið ekki til í að veðja á Drew Brees fyrir sex árum. Hann hefur síðan farið á kostum hjá New Orleans Saints og er einn besti leikmaður deildarinnar í dag.

Stuðningsmenn Miami hafa stofnað síðuna manningtomiami.com og búið er að henda upp stóru auglýsingaskilti í borginni þar sem síðan er auglýst.

Manning verður með lausan samning innan skamms en ekki er samt ljóst hvort hann geti spilað á nýjan leik.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×