Sport

RG3 fljótasti leikstjórnandinn síðan Michael Vick

Það er enginn skortur á flottum leikstjórnendum í NFL-nýliðavalinu í ár. Líklegt er að leikstjórnendur verði valdir númer eitt og tvö í valinu að þessu sinni. Þeir sem verða örugglega valdir fyrstir eru Andrew Luck og Robert Griffin III eða RG3 eins og hann er oftast kallaður.

Báðir eru þeir frábærir leikstjórnendur og gríðarlegir íþróttamenn. Það sýndu þeir um helgina í æfingabúðum leikmanna sem eru á leið í NFL-nýliðavalið.

Þar gerði RG3 sér lítið fyrir og hljóp 40 jarda á 4,38 sekúndum. Hann fékk þann tíma reyndar ekki staðfestan heldur fékk hann 4,41 sekúndu staðfestan.

Þetta er besti tíminn sem náðst hefur í þessum æfingabúðum síðan Michael Vick hljóp á 4,33 sekúndum árið 2001.

Luck hljóp á 4,69 sekúndum sem var betra en margir bjuggust við. Er mikið talað um að hann sé talsvert meiri íþróttamaður en áður var talið.

Þó svo RG3 sé fljótasta leikstjórnandinn í nýliðavalinu þá verður Luck örugglega valinn fyrstur af Indianapolis Colts.

Hægt er að sjá sprettinn magnaða hjá Griffin hér að ofan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×