Jólin

Lísa söngkona: Get ekki sleppt jólamatnum hennar mömmu

„Mig langar að syngja eins mikið og ég get og jafnvel að semja mína eigin tónlist," sagði Guðrún Lísa Einarsdóttir, oftast kölluð Lísa, sem féll úr Idol-söngvakeppninni í undanúrslitaþætti á Stöð 2 í ár.
„Mig langar að syngja eins mikið og ég get og jafnvel að semja mína eigin tónlist," sagði Guðrún Lísa Einarsdóttir, oftast kölluð Lísa, sem féll úr Idol-söngvakeppninni í undanúrslitaþætti á Stöð 2 í ár.

„Ég er mikið jólabarn enda er ég fædd 18.desember en ég kom heim af fæðingardeildinni á aðfangadag," svarar Lísa Einarsdóttir söngkona spurð út í jólahátíðina og segir:

„Systir mín segir iðulega að ég hafi verið jólapakkinn hennar það árið, lifandi dúkka."

„Eins og hjá flestum þá voru jólin miklu lengur að líða þegar maður var yngri."

Lísa Einarsdóttir söngkona sendi frá sér sitt fyrsta jólalag sem heitir Hvað eru jólin án þín? Lag og texti er eftir bróður hennar Leif Einarsson, upptökustjóra og grafískan hönnuð.

„En núna reynir maður bara að njóta stundarinnar í faðmi fjölskyldunnar þó svo að það komi alltaf smá stund sem ég fer að hugsa um pabba og verð afar leið en þá reyni ég að muna að hann er alltaf með mér í hjartanu," segir hún.

„Það hefur aldrei verið hefð hjá mér að fara til kirkju á aðfangadagskvöld en ég fór í fyrsta skipti í fyrra og það gerði jólin tvisvar sinnum hátíðlegri."

Lísa, Simmi og Jói í Smáralindinni.

„Þegar ég var unglingur þá var ég í unglingakór Grafarvogskirkju og við sáum um miðnæturmessuna á aðfangadag en þá voru allar stelpurnar mest í því að segja frá jólagjöfunum sínum heldur en að njóta jólanna," segir hún þegar við rifjum upp jólin hjá henni á unglingsárunum.

„Á aðfangadagskvöld borðum við alltaf rjómalagaða aspassúpu á la mútta í forrétt," svarar Lísa þegar talið berst að jólahefðum og heldur áfram:

„Ég freistaði hinsvegar gæfunnar þetta árið og setti fína silfurtréð hennar mömmu uppá borð og vonast eftir því að það fái að vera í friði."

"Og það er eldaður skammtur sem dugar út jólin því þessi súpa er í uppáhaldi hjá öllum, hamborgarahrygg með tilheyrandi meðlæti og svo auðvitað möndlugrauturinn."

Kviknaði í mömmu á jólunum

„Ég man sérstaklega eftir einum jólum sem voru dálítið skrautleg en það var þannig að systir mín var þá í námi í Bandaríkjunum og kom heim um jólin og hafði keypt þvílíkt flott teppi fyrir mömmu til þess að gefa henni í jólagjöf," svarar Lísa aðspurð út í eftirminnileg jól.

„Einnig var ég að gefa út mitt fyrsta jólalag sem heitir „Hvað eru jólin án þín" og það hefur komið mér í ennþá meiri jólagír.

„Mamma situr síðan í sófanum að taka upp gjöfina sína og er svo ánægð með teppið að hún skellir því svona á aðra öxlina en það vildi ekki betur til en það að bakvið hana var gluggakista með logandi kerti og teppið fuðraði næstum því upp."

„Það hlupu allir til handa og fóta og drifu teppið út á svalir þar sem eldurinn var kæfður niður en því miður þá var ekki mikið eftir af fína, nýja teppinu hennar mömmu."

„Eftir að ég flutti að heiman þá hef ég ekki verið með jólatré sem mér finnst svosum ekkert vanta en við unnustinn minn erum með tvo hunda og kött sem væru alltaf hangandi í trénu..."

„Svona eftir á þá er þetta atvik ótrúlega fyndið en það hefði hæglega getað kviknað í allri íbúðinni. Eftir þetta eru aldrei kerti í gluggakistum heima hjá mömmu."

„Eftir að ég flutti að heiman þá hef ég ekki verið með jólatré sem mér finnst svosum ekkert vanta en við unnustinn minn erum með tvo hunda og kött sem væru alltaf hangandi í trénu svo ég held það myndi ekki mikið vera eftir af því."

„Síðan kom bróðir minn heim frá London en hann gat ekki annað þar sem ég gaf honum Iceland Express gjafabréfin mín sem ég fékk í Idolinu með því skilyrði að hann kæmi heim um jólin."

„Ég freistaði hinsvegar gæfunnar þetta árið og setti fína silfurtréð hennar mömmu uppá borð og vonast eftir því að það fái að vera í friði."

„Aðfangadagskvöldið í ár var eins og síðustu jól. Ég var með minni fjölskyldu og unnustinn minn með. Einfaldlega vegna þess að ég get ekki sleppt jólamatnum hennar mömmu."

„Síðan kom bróðir minn heim frá London en hann gat ekki annað þar sem ég gaf honum Iceland Express gjafabréfin mín sem ég fékk í Idolinu með því skilyrði að hann kæmi heim um jólin."

„Annars eru þessi jól frábrugðin öllum hinum jólunum því ég er á fullu að syngja á jólahlaðborði upp í Officeraklúbb ásamt Ragga Bjarna, Þorgeiri Ástvalds og Jógvan."

„Einnig var ég að gefa út mitt fyrsta jólalag sem heitir „Hvað eru jólin án þín" og það hefur komið mér í ennþá meiri jólagír. Jólin mín einkennast af stífum æfingarbúðum því hljómsveitin mín Íslenzka Sveitin er að fara hefja mikla spilamennsku eftir áramót og þá er eins gott að vera með textana á hreinu," segir Lísa áður en kvatt er.-elly@365.is

Lisaeinars.com



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×