Jól

Sálmur 562 - Að jötu þinni

Að jötu þinni, Jesús, hér kem ég með tómar hendur, en hjarta mitt vill þakka þér, að þú ert til mín sendur. Það eitt sem gefur gæskan þín ég get þér fært. Öll vera mín skal lofa lífgjöf þína. Því fyrr en barn ég borinn var mér bróðir fæddur varstu, og lífs míns daufa, leynda skar að ljósi þínu barstu. Þú gafst mér helga hjartað þitt, í huga þér var nafnið mitt frá eilífð vígt þér einum. Mig huldi dimm og döpur nótt og dauðans broddur nísti, en þú mig fannst, og þýtt og hljótt, af þínum degi lýsti. Ó, sól míns lífs, ég lofa þig sem lífgar, frelsar, blessar mig með guðdómsgeislum þínum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×