Innlent

Ætla ekki að stofna nýjan þingflokk að svo stöddu

Þingmennirnir Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, sem öll yfirgáfu þingflokk Vinstri grænna á dögunum, ætla ekki að stofna nýjan þingflokk „að svo stöddu“. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þau hafa sent frá sér. Þar segir að þau hafi í dag og undanfarna daga farið yfir stöðuna eftir úrsögnina úr þingflokki VG.

„Staðan í íslenskum stjórnmálum er óráðin. Það er niðurstaða okkar að ekki sé tímabært að svo stöddu að stofna nýjan þingflokk. Við munum starfa sem óháðir þingmenn og í anda þeirra hugsjóna sem við töluðum fyrir í aðdraganda síðustu kosninga.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×