Innlent

Einar Örn heldur sig til hlés

Einar Örn Benediktsson og Jón Gnarr á kosningavöku.
Einar Örn Benediktsson og Jón Gnarr á kosningavöku. Mynd / Daníel
Einar Örn Benediktsson, annar maður á lista Besta flokksins og verðandi borgarfulltrúi, tekur ekki þátt í viðræðum um að mynda meirihluta í Reykjavik.

„Ég er ekkert í þessum viðræðum. Við viljum ekkert vera að flækja hlutina. Ég er með svo óeðlilegar kröfur. Ég held mig til hlés. Mínar kröfur gætu talist sem spilling," segir Einar Örn í samtali við Vísi.is. Hann segir flokkssystkini sín upplýsa sig um stöðuna.

Þrátt fyrir það er Jón Gnarr, borgarstjóraefni Besta flokksins, ekki einn í þessum viðræðum fyrir hönd flokksins, að hans sögn.

„Það eru 30 manns á lista hjá okkur. Þó það hafi verið látið í veðri vaka að við séum vitleysingar þá erum við með her af fólk í kringum okkur sem tekur þátt í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að slíta fram úr erminni og haga okkur eins og allir hinir," segir hann.

Fram hefur komið í fréttum að Besti flokkurinn sé í viðræðum við Samfylkingu um að mynda meirihluta í borginni. Einar Örn segir að rætt verði við alla flokka.

Besti flokkurinn fékk sex borgafulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn, Sjálfstæðisflokkur fimm, Samfylking þrjá og Vinstri græn einn.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×