Innlent

Rætt um ýmsar hliðar orkumála

jóhanna sigurðardóttir
jóhanna sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra situr nú hnattvæðingarþing norrænu ráðherranefndarinnar í Danmörku.

Á þinginu er annars vegar rætt um hvernig Norðurlöndin geta orðið frumkvöðlar á sviði tækniþróunar og vistvænnar orku og hins vegar um hugmyndina orkusparandi samfélag og hvernig nýta megi orku sem best.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu jafnframt hittast og ræða sameiginleg málefni landanna. Áhrif fjármálakreppunnar á Norðurlöndunum verða til umræðu, auk annarra mála.- bþs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×