Innlent

Ráðuneyti hefur ekki staðfest

Kristján L. Möller Sveitarstjórnarráðherra þarf að staðfesta að sveitarfélög megi reikna sér til eignar leigutekjur.
Kristján L. Möller Sveitarstjórnarráðherra þarf að staðfesta að sveitarfélög megi reikna sér til eignar leigutekjur.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ekki staðfest umdeilt álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga um að auka megi bókfært eigið fé sveitarfélaga um milljarða með því að verðmeta lönd og leigulóðir í efnahagsreikningi út frá áætluðu söluverði eða framtíðartekjum af lóðaleigu.

Reikningsskilanefndin samþykkti þetta með fjórum atkvæðum á fundi sínum 29. apríl. Einn nefndarmanna, Gunnlaugur Júlíusson, sat hjá og hefur gagnrýnt meðferð málsins harkalega.

Hafnarfjörður beitti þessari reglu við gerð ársreiknings bæjarins 2009 og leiddi hún til þess að eigið fé bæjarins hækkaði um 6,6 milljarða og eiginfjárstaða bæjarins varð jákvæð um fjóra milljarða. Mosfellsbær beitir reglunni einnig í ársreikningum, sem lagðir voru fyrir bæjarstjórn 21. apríl.

Gert er ráð fyrir að álit reikningsskila- og upplýsinganefndar séu birt í Stjórnartíðindum, að fenginni staðfestingu ráðuneytisins. Því ferli er ekki lokið, samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu, og er málið enn til skoðunar.- pg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×