Innlent

Mæla svifryk á Kirkjubæjarklaustri

Umhverfisstofnun hefur komið upp svifryksmæli við Kirkjubæjarklaustur í því skyni að fylgjast með áhrifum gjóskufalls á loftgæði austur af Eyjafjallajökli, í jaðri og utan við mesta áhrifasvæði gjóskufallsins.

Mælingar á styrk svifryks hófust í gærkvöldi. Efir fyrstu nótt hefur meðalstyrkur svifryks verið um 25 µg/m 3 (mikrogrömm á rúmmeter) á klukkustund, að fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að sólarhrings heilsuverndarmörk eru 50µg/m 3. Klukkan tíu í morgun voru loftgæði góð.

Umhverfisstofnun mun áfram fylgjast með mælingum og miðla upplýsingum þar um.

Frá Kirkjubæjarklaustri fyrr í vikunni. Mynd/Halldór Jóhannsson



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×