Innlent

Maður á sextugsaldri afvopnaður á slysadeild

Valur Grettisson skrifar

Maður á sextugsaldri var afvopnaður á Landspítalanum um klukkan ellefu í morgun. Maðurinn kom á spítalann til þess að sækja sér læknisþjónustu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn sýndi starfsfólki spítalans vopnið en hafði í engum hótunum. Í kjölfarið var lögreglu gert viðvart.

Sérsveitarmenn mættu á vettvang og afvopnuðu manninn án fyrirvara.

Maðurinn var svo færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann dvelur nú. Yfirheyrslur eru ekki hafnar.

Maðurinn gaf enga ástæðu fyrir því að hann var með skotvopnið á sér en það var slíðrað í hulstur.

Maðurinn var ekki drukkinn þegar hann leitaði sér læknisþjónustu. Ekki er vitað hvað amaði að manninum þannig að hann sá sig knúinn til þess að sækja sér læknisþjónustu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×