Lífið

Jólapopp á Café Haití

Hljómsveitin Prinspóló mætir á svæðið og spilar ískrandi hress lög af plötunni Jukk.
Hljómsveitin Prinspóló mætir á svæðið og spilar ískrandi hress lög af plötunni Jukk.
Skemmtidagskráin Jólapopp fer fram á Café Haití í kvöld, miðvikudagskvöldið 15. desember klukkan 21. Boðið verður upp á þrjú atriði eins og kemur fram í tilkynningu:

„Dr. Gunni mætir og heldur sérstaka Popppunkts-spurningakeppni í tilefni af útkomu borðspilsins Enn meiri Popppunktur. Öllum er heimiluð þátttaka og mega vera 1 til 4 í hverju liði. Spurt verður um íslenska og erlenda dægurtónlist og sumar spurningarnar eru byggðar á spurningum úr borðspilinu. Stórglæsilegir vinningar eru í boði.



Sagnameistarinn Einar Kárason kemur og kynnir bókina Poppkorn. Í bókinni er haldið á vit minninganna með einstæðum ljósmyndum Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara og minningabrotum Einars frá sjöunda og áttunda áratugnum. Einar kynnir einnig sagnabók sína Mér er skemmt.

Hljómsveitin Prinspóló mætir á svæðið og spilar ískrandi hress lög af plötunni Jukk, sem Kimi records gaf út nýlega. Þetta er fyrsta fullvaxna plata Prinspólós, en míníplatan Einn heima kom út í fyrra. Prinspóló er hugarfóstur Svavars Péturs Eysteinssonar og er ógeðslega góð hljómsveit.

Popppunkts-keppni, Poppkorn og Prinspóló - Hvað eru mörg Pé í því? (Svar: Ellefu)

Café Haití er staðsett við Gömlu höfnina í Reykjavík (nánar tiltekið Geirsgötu 7b / Verbúð 2) og hefst skemmtidagskráin Jólapopp nokkuð stundvíslega á Popppunkts-spurningakeppninni kl. 21. Frábært kaffi og hagstæð kjör á veitingum ýmiskonar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×