Innlent

Ný hunangsfluga nemur land

Rauðhumla Rauðhumlan þrífst vel í návígi við menn og byggð. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun tók þessa mynd af rauðhumlu sem fannst hér á landi. 
mynd/erling ólafsson
Rauðhumla Rauðhumlan þrífst vel í návígi við menn og byggð. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun tók þessa mynd af rauðhumlu sem fannst hér á landi. mynd/erling ólafsson mynd/erling ólafsson

Ný tegund af hunangsflugu virðist hafa fest rætur hér á landi. Flugan heitir rauðhumla og er ólík þeim hunangsflugum sem fyrir voru á landinu, því hún er rauð en ekki með gulum og svörtum röndum.

Flugan er háð nábýli við manninn, og finnur búum sínum oftast stað í húsum og húsveggjum. Henni hefur vegnað vel á meginlandi Evrópu með útþenslu byggðar og garðræktar, að því er Náttúrufræðistofnun segir.

Því sé öfugt farið með margar aðrar tegundir humlu. Rauðhumlu hafi farið fjölgandi og finnist á nýjum stöðum, þar á meðal Íslandi nú. Gera má ráð fyrir því að hún eigi framtíð fyrir sér hér á landi þar sem hún finnst meðal annars í nyrstu sveitum Noregs.

Rauðhumlan fannst fyrst á Íslandi í ágúst 2008 í Keflavík, en fyrsta búið fannst í fyrra í Mosfellsdal. Rauðhumludrottning fannst svo í Hveragerði fyrr í þessum mánuði og þykir það renna stoðum undir þá kenningu að flugan hafi numið hér land. Hingað til hefur flugan aðeins fundist á suðvesturhorni landsins.

Ef fólk verður vart við rauðhumlu er það beðið um að tilkynna það til Náttúrufræðistofnunar. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×