Innlent

Litháar fengu fimm ára dóm

Einn hinna dæmdu ásamt lögreglumanni.
Einn hinna dæmdu ásamt lögreglumanni.

Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú.

Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa ætla að selja í vændi nítján ára litháaíska stúlku. Málið komst upp þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur vikum saman farið huldu höfði og mun hafa óttast mjög um líf sitt. Litháarnir fimm hafa undanfarna mánuði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins þar sem stúlkunni var talin stafa veruleg hætta af þeim.

Íslendingur sem líka var ákærður í málinu, var sýknaður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×