Innlent

Morðið í Hafnarfirði enn til rannsóknar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið á Hannesi. Mynd/ Stefán.
Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið á Hannesi. Mynd/ Stefán.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn morðið á Hannesi Þór Helgasyni, sem myrtur var í Hafnarfirði þann 15 ágúst síðastliðinn.



Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá rannsóknardeild lögreglunnar, eru niðurstöður úr lífssýnarannsókn frá Svíþjóð enn ekki komnar til landsins. Þá er geðrannsókn á Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem situr í gæsluvarðahaldi grunaður um morðið, ekki lokið.



Gunnar Rúnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Það rennur út á föstudaginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×