Innlent

Iceland Express flýgur einnig til Þrándheims

Iceland Epress flýgur til Þrándheims klukkan 15:30 í dag. Þetta flug hentar einkum þeim, sem áttu bókað með félaginu til Kaupmannahafnar, en tvær vélar áttu að fara þangað í dag. Þá hefur tveimur flugum til London verið aflýst. Fyrr í morgun var greint frá því að Icelandair hyggst einnig fljúga til Þrándheims.

Flugi Iceland Express til Tenerife hefur verið frestað til morguns, svo og vél til Alicante sem fara átti í kvöld. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.




Tengdar fréttir

Icelandair flýgur til Þrándheims í dag

Iclelandair hefur fengið heimild til flugs til Þrándheims í Noregi og efnir Icelandair til tveggja aukafluga þangað. Brottför fyrra flugsins er kl. 13 og brottför seinna flugsins er klukkustund síðar. Brottför frá Þrándheimi til Íslands verður síðan klukkan 18:50 og 19:50 að staðartíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×