Lífið

Grímur Atlason tekur við Iceland Airwaves

Grímur lætur af starfi Sveitastjóra Dalabyggðar eftir kosningar og snýr sér aftur að rokkinu.
Grímur lætur af starfi Sveitastjóra Dalabyggðar eftir kosningar og snýr sér aftur að rokkinu.

Sveitastjóri Dalabyggðar, Grímur Atlason, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Grímur tekur við starfinu á fimmtudag og gegnir því samhliða sveitastjórastarfinu þar til eftir sveitastjórnarkosningar í vor.

Hann hefur því sex mánuði til að setja saman næstu Airwaves-hátíð en þær fara jafnan fram í október. Grímur þekkir tónlistarbransann út og inn og hefur staðið fyrir fjölda tónleika erlendra og innlendra listamanna í gegnum árin.

Stutt er síðan Icelandair gerði samstarfssamning við ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, um rekstur hátíðarinnar til næstu fimm ára. Jafnframt gerði ÚTÓN samning við Hr. Örlyg, fráfarandi rekstraraðila, um að taka við allri starfsemi sem snýr að rekstri hátíðarinnar.

Hátíðin hefur gengið þrusuvel síðustu ár og eflt jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar og Reykjavíkur. Í ljósi þessa endurnýjaði menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar stuðning sinn í gær, leggur til sex milljónir á árinu. Einnig er stefnt að auknu samstarfi við Höfuðborgarstofu.

Í myndasafninu fyrir neðan má sjá stuðmyndir frá Airwaves árið 2008.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×