Innlent

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin í Smáralind

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á Haítí. Mynd/ AFP.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á Haítí. Mynd/ AFP.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verður með kynningu í Smáralindinni í dag á nýrri bók um ferð sína til Haítí eftir skjálftann þar í byrjun árs.

Í bókinni er undirbúningi sveitarinnar, aðdraganda að útkallinu og útkallið sjálft rakið. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var fyrsta erlenda björgunarsveitin á vettvang þegar hörmungarnar riðu yfir á Haíti í janúar. Vöktu björgunarsveitamennirnir athygli víða um heim.

Útgáfuhóf íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar í Smáralindinni hefst klukkan fjögur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.