Lífið

Samstilltur Eurovision hópur - myndband

Ellý Ármanns skrifar

Áhersla er lögð á að söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur framlag Íslands í Eurovision, lagið Je ne sais quoi, í undanúrslitakeppninni í kvöld, fái algjört næði frá fjölmiðlum.

Systir Heru, framkvæmdastjóri Eurovision hópsins, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, er ánægð með samstillan hópinn sem kom síðastur fram á eftir listamönnum frá Hvíta Rússlandi á æfingunni í gær og stóð sig mjög vel að mati þeirra sem fylgdust með.

„Æfingarnar hafa gengið frábærlega. Við höfum náð að vinna með fíniseringuna á atriðinu. Hópurinn er frábær. Þegar ég var baksvið tók ég eftir því hvað löndin spennast mörg upp. Fólk verður oft stressað en íslenski hópurinn er bara með þetta," segir Þórdís.

MYNDBAND: Við kvöddum íslenska Eurovisionhópinn í gær þegar hann skundaði í rigningunni upp í rútu sem flutti hann í Telenor höllina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×