Innlent

Langflestar útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokknum

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Flokkurinn hennar lenti í mestu breytingunum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Flokkurinn hennar lenti í mestu breytingunum.

Alls strikuðu 4471 kjósandi út nöfn á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eða breyttu sætaskipan. Það voru alls 6915 breytingar gerðar á kjörseðlum í kosningunum í gær. Þannig að rúmlega 64 prósent breyttra kjörseðla tilheyra Sjálfstæðisflokknum.

Það er ekki búið að telja einstaka útstrikanir á frambjóðendum.

Næstir á eftir Sjálfstæðisflokknum kemur Samfylkingin en hún er með 971 útstrikanir og breytta sætaskipan. Þá vekur sérstaka athygli að litlu færri, eða 904, strikuðu út og breyttu sætaskipan hjá Besta flokknum.

Næst komu Vinstri grænir með 475 breytta kjörseðla. Framsókn var með 61. H-listi Ólafs F. Magnússonar var með 15. Reykjavíkurframboðið með 9 og Frjálslyndi flokkurinn var með 5 breytta seðla.

Enn er verið að telja einstaka útstrikanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×