Innlent

Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur segir að litlu hefði munað að verr færi.
Steingrímur segir að litlu hefði munað að verr færi. Mynd/Símon Birgisson
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var staddur nærri Markafljótsbrú þegar vatnsflaumurinn kom að brúnni. Hann segir að það hafi verið magnað að upplifa þetta. Sem betur fer hafi brúin bjargast. „Þetta var mikill flaumur á meðan þetta kom og fór nokkuð hátt undir brúna um tíma," segir Steingrímur. Hann sagði að það hafi skipt máli að rjúfa veginn því með því hefði tekist að minnka álagið á brúna.

„Við erum hinum megin núna, þar sem Svaðbælisá er, við Þorvaldseyri og þar hefur líka mikið gengið á," segir Steingrímur. Þarna sé mikill aur og litlu hafi munað að hann færi út á akra og tún. Vegurinn hafi sem betur fer ekki grafist í sundur við Þorvalseyri.

Aðspurður segist Steingrímur ekki vilja gera mikið úr sérfræðikunnáttu sinni á þessum málaflokki þótt hann hafi lært jarðfræði í fyrndinni. „Enda er ég með alvöru fagmönnum hér. Ég er í hópi jarðfræðinga og vatnamælingamanna. Þannig að ég er bara töskuberi og brúsaberi hjá þeim," segir Steingrímur.

Steingrímur segist hafa hitt nokkra heimamenn fyrir austan. Þeim sé efst í huga að það verði ekki tjón á mannvirkjum eða ræktarlandi. Niðurstaðan ráðist hins vegar öll af framhaldinu.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×